Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Þórsara
Keflvíkingar lögðu Þórsara 114-97 á heimavelli sínum, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær. Sigur Keflvíkinga var aldrei í eiginlegri hættu, en í þriðja leikhluta náðu þeir á tímabili 35 stiga forystu. Damon Johnson er að komast aftur í form eftir meiðsli, en hann skoraði 24 stig í leiknum í gær. Davon Usher bætti svo við 21 stigi fyrir Keflvíkinga sem dreifðu stigaskorinu bróðurlega á milli sín. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp fyrir granna sinn úr Njarðvík og sitja nú í þriðja sæti deildarinnar, en þó hafa liðin jafnmörg stig.
Keflavík-Þór Þ.