Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með Blika
Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Breiðablik í Reykjanesmótinu í körfubolta í gærkvöldi og sigruðu örugglega 101-61. Nýju erlendu leikmenn Keflvíkinga litu nokkuð vel út en liðið mataði Jarryd Cole mikið inn í teignum en kappinn skilaði 37 stigum í leiknum þrátt fyrir að lítið gengi upp hjá honum í byrjun leiks.
Blikar héldu aðeins í Keflvíkinga í byrjun leiks en fljótlega var ljóst í hvað stefndi enda voru Keflvíkingar fastir fyrir og spiluðu gríðarlega góða vörn sem skilaði sér í mikið af hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Charles Parker, hinn Bandaríkjamaðurinn í liði Keflvíkinga lét svo vel til sín taka í síðasta leikhlutanum og á endanum hafði hann skorað 23 stig. Aðrir leikmenn höfðu sig ekki jafnmikið frammi í stigaskori en varnarleikur liðsins var eins og áður segir afbragsgóður.
Keflvíkingar skrifuðu undir áframhaldandi samning við Landsbankann í gær
Jarryd Cole treður í leiknum í gær
Jarryd Cole tekur víti meðan Charlie Parker fylgist með