Keflvíkingar áfram í bikarnum
Eftir sigur gegn FSU
Keflvíkingar unnu sigur á 1. deildarliði FSU í 32-liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í gær. Lokatölur urðu 78-86 fyrir Keflvíkinga, en FSU veitti úrvalsdeildarliðinu harða mótspyrnu. Damon Johnson hélt uppteknum hætti og leiddi Keflvíkinga í stigaskori, kempan var með 26 stig og 9 fráköst. William Graves var svo með 17 stig og 11 fráköst.
Dregið verður í 16-liða úrslitum bikarsins síðar í dag.
	FSu-Keflavík 78-86 (13-19, 19-24, 21-16, 25-27)
	
	Keflavík: Damon Johnson 26/9 fráköst, William Thomas Graves VI 17/11 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Gunnar Einarsson 9, Valur Orri Valsson 9/6 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 0, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0.
	 

.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				