Keflvíkingar áfram eftir stórsigur á ÍR
Keflvíkingar eru komnir áfram í 4-liða úrslit Intersport-deildarinnar í körfuknattleik þar sem þeir mæta grönnum sínum úr Njarðvík. Keflavík gekk frá ungu ÍR-liði í fyrri hálfleik en þá var staðan 70-28 heimamönnum í hag. Lokatölur voru 115:84 en allt gekk upp hjá Keflavík í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik.Guðjón Skúlason átti stórleik fyrir Keflavík í fyrri hálfleik en þá setti hann 19 stig þar af 5 þriggjastigakörfur. Hann hafði hægt um sig í þeim síðari, skoraði samtals 24 stig í leiknum. Damon Johnson og Edmund Saunders voru með sín 20 stigin hvor.
Í 4-liða úrslitum mætast því Keflavík og Njarðvík annars vegar og Grindavík og Tindastóll hins vegar en Tindastóll sigraði Hauka að Ásvöllum í kvöld.
Í 4-liða úrslitum mætast því Keflavík og Njarðvík annars vegar og Grindavík og Tindastóll hins vegar en Tindastóll sigraði Hauka að Ásvöllum í kvöld.