Keflvíkingar áfram eftir 2:0 sigur heima
Keflvíkingar unnu Etzella frá Lúxemborg 2:0 í síðari leik liðanna í UEFA-bikarnum en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 0-0 en Hörður Sveinsson gerði fyrra markið á 75. mínútu. Gunnar Kristinsson það síðara á 83. mínútu. Keflavík vann því samtals 6-0 viðureign sína við Etzella. Dregið verður í aðra umferð undankeppni UEFA CUP á morgun.
Nánar um leikinn síðar í kvöld og þá koma einnig myndir úr leiknum.
Mynd: Úr fyrri leik liðanna. Þar skoraði Hörður Sveinsson fjögur mörk. Hann bætti einu við í kvöld. Ljósm.: Jón Örvar Arason