Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar ætla að styrkja hópinn
Laugardagur 23. janúar 2021 kl. 16:10

Keflvíkingar ætla að styrkja hópinn

Keflvíkingar ætla að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök í PepsiMax deildinn í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur segir að félagið sé í leit að liðsstyrk.

„Við erum að kíkja í kringum okkur eftir styrkingu. Við þurfum að styrkja leikmannahópinn okkar. Hann er ekki breiður. Við höfum verið að líta í kringum okkur bæði innanlands og erlendis en ekkert sem er fast í hendi,“ segir hann við Fotbolti.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík vann Lengjudeildina á síðasta tímabili eftir þriggja ára veru þar. Stuðningsmenn liðsins bíða spenntir eftir komandi fótboltasumri með liðið í efstu deild.

Sigurður Ragnar segir að mikil vinna hafi farið í það að undanförnu að ganga frá samningum fjölda leikmanna.

Nú hefur verið opnað fyrir kappleiki á Íslandi og fagnar Sigurður Ragnar því og er undirbúningur fyrir komandi keppnistíð hafinn.

„Það er gaman að hafa alltaf leik í lok vikunnar næstu vikurnar. Þetta er allt miklu skemmtilegra þegar það eru leikir framundan," segir Sigurður.

Keflavík vann sigur gegn FH í Fótbolta.net mótinu um síðustu helgi og leikur gegn Breiðabliki þessa helgi.