Keflvíkingar að missa af Snæfelli á toppnum
Grindavík með öruggan sigur á Blikum.
Keflvíkingar fóru illa að ráði sínu í gærkvöldi þegar þær heimsóttu Hauka heim. Gestirnir réðu ekkert við hina baneitruðu Lele Hardy sem að skilaði 38 stigum og 25 fráköstum í 10 stiga sigri Hauka. Lokatölur urðu 60-72 fyrir þær rauðu.
Keflvíkingar mættu án erlends leikmanns síns sem glímir enn við meiðsli í rifbeini og má segja að þær hafi sjálfar nánast ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik að undanskilinni Birnu Valgarðsdóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur sem héldu þeim á floti. Haukar réðu öllu sem gerðist á vellinum fyrstu 20 mínútur leiksins og Lele Hardy gerði það sem henni sýndist lungan úr hálfleiknum. Meiri kraftur og vilji færðist í leik Keflavíkur í þeim síðari en þær ógnuðu þó aldrei sigri heimastúlkna og því er bilið á milli Keflavíkurog Snæfells orðið 4 stig og verður erfitt að brúa það ætli Keflavíkurstúlkur sér deildarmeistaratitilinn.
Stigahæstar hjá Kelavík voru Birna Valgarðsdóttti r með 23 stig og 8 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig og 8 fráköst.
Keflvíkingar taka á móti liði KR í næstu umferð.
Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð í Kópavoginn og sóttu mikilvægan 12 stiga sigur á baráttuglöðum Blikum.
Grindavíkurstúlkur eru á góðri siglingu í deildinni og sitja í 3. sæti, 6 stigum á eftir Keflvíkingum.
Í næstu umferð mæta Grindvíkingar liði Hauka í leik sem er búast má við að verði mikill báráttuleikur þar sem mikilvægi leiksins er mikið fyrir bæði lið nú þegar stutt er í að deildarkeppninni ljúki.