Keflvíkingar á toppnum um jólin
Keflvíkingar fara með fjögurra stiga forskot í jólafríið í Domino’s deild kvenna, en þær báru sigurorð af Valskonum um helgina 65:77. Sigurinn var nánast í höfn í fyrri hálfleik þar sem Keflvíkingar leiddu 25:43. Ariana Moorer spilaði glimrandi vel og skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Thelma Dís bætti við 16 stigum og 11 fráköstum. Keflvíkingar eru með 22 stig í deildinni á meðan Snæfell er með 18 stig í öðru sæti.
Snæfell vann einmitt nauman sigur á Grindavík í spennandi leik um helgina. Leikurinn var jafn og spennandi og lauk með 75:72 sigri heimakvenna í Snæfell. Ashley Grimes skoraði 24 stig og tók 10 fráköst fyrir Grindavík og María Ben ERlingsdóttir bætti við 21 stigi.
Njarðvíkingar töpuðu með sex stigum á heimavelli sínum gegn Skallagrími. Njarðvíkurkonur eru sem stendur í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan granna sína í Grindavík,