Keflvíkingar á toppnum inn í nýja árið
Sigruðu Stjörnuna á heimavelli sínum
Keflvíkingar stóðust lokasprett Stjörnumanna og lönduðu 87-85 sigri þegar liðin mættust í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar munu því hefja nýja árið á toppnum en deildin er nú farin í jólafrí eftir að Njarðvíkingar og Grindvíkingar mætast á morgun.
Fimm leikmenn Keflavíkur skoruðu yfir 10 stig í leiknum, en þeirra atkvæðamestur var Earl Brown með 19 stig. Hann lagði heldur betur í púkkið í kvöld en hann reif niður 18 fráköst og gaf átta stoðsendingar.