Keflvíkingar á skotskónum í Flórída
Magnús og Viktor skoruðu í úrslitakeppni
Lið Embry Riddle háskólans í fótbolta er komið í undanúrslit í úrslitakeppni Flórídaríkis. Með liðinu leika fjórir Keflvíkingar en tveir þeirra voru á skotskónum þegar 4-0 sigur vannst í átta liða úrslitum um helgina.
Liðið lék þá gegn Florida Memorial skólanum og skoruðu þeir Magnús Þór Magnússon og Viktor Guðnason sitt markið hvor í öruggum sigri. Þeir Sigurbergur Elisson og Viktor Smári Hafsteinsson léku líka með liðinu.
Strákarnir leika svo gegn liði SCAD Savannah næstkomandi föstudag.