Keflvíkingar á flugi
20 stiga sigur gegn ÍR
Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þeir lögðu ÍR á útivelli í Domino’s deild karla í körfubolta. Strákarnir frá Bítlabænum dreifðu álaginu bróðurlega á milli sín sóknarlega í 20 stiga sigri, 74-94 lokatölur þar sem Gunnar Ólafsson var fremstur meðal jafningja með 20 stig. Frá tapinu gegn Njarðvík í fyrstu umferð hafa Keflvíkingar verið á miklu flugi og unnið fjóra leiki í röð. Næsti leikur þeirra er svo gegn Valsmönnum á útivelli. Keflvíkingar eru með 8 stig í 2.-4. sæti ásamt Njarðvíkingum og Stjörnunni.
Keflavík: Gunnar Ólafsson 20/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 13/6 fráköst, Mantas Mockevicius 11, Javier Seco 11/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 7, Magnús Már Traustason 5, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Ágúst Orrason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem
Áhorfendur: 150