Keflvíkingar á æfingu í þrjátíu stiga hita
Keflvíkingarnir Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson undirbúa sig nú ásamt félögum sínum í íslenska A-landsliði karla fyrir vináttuleik Íslands og Mexíkó sem fer fram nú um helgina.
A landslið karla er komið til Dallas og hefur hafið æfingar fyrir vináttuleikinn við Mexíkó sem fram fer á AT&T leikvanginum um helgina, leikvangurinn tekur 80.000 manns í sæti en reiknað er með tæplega 40.000 áhorfendur á leikinn.
Leikurinn hefst kl. 01:00 aðfaranótt sunnudags og er í beinni útsendingu á RÚV.
Liðið kom til Dallas á miðvikudag æfði tvisvar á fimmtudag á æfingasvæði SMU háskólans við hinar fínustu aðstæður. Hitinn í Dallas og fer yfir 30 gráður yfir daginn og eins og meðfylgjandi myndir af Facebook-síðu KSÍ sýna var sól og brakandi blíða og því mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig.
Í framhaldi af vináttuleiknum við Mexíkó mun Íslands leika vináttuleiki við Færeyjar þann 4. júní og Pólland þann 8. júní.