Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkurnar eins og mýs
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 15. maí 2021 kl. 00:24

Keflavíkurstúlkurnar eins og mýs

Keflavíkurstúlkur náðu sér aldrei almennilega á strik í fyrsta leik úrslitakeppninnar gegn Haukum á útivelli í gær í Domino's deild kvenna í körfubolta. Lokatölur 77-63 fyrir Hauka.

Haukakonur léku sterkan varnarleik og gerðu Keflavík mjög erfitt fyrir í sóknarleiknum. Thelma Dís Ágústsdóttir lék sinn fyrsta leik með Keflavík í langan tíma en náði ekki að setja afrekandi mark sitt á leikinn. Keflavíkurstúlkur náðu forystu með fyrstu körfunni en aldrei eftir það og það var svolítið saga leiksins. Haukar léku mun betur og uppskáru sanngjarnan sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var ekki ánægður í leikslok og sagði í viðtali á karfan.is að Keflavíkurstúlkurnar hafi verið eins og litar mýs og leyft Hauka-kettinum að ráða för allan tímann.

Haukar-Keflavík 77-63 (22-17, 19-12, 14-15, 22-19)

Haukar: Alyesha Lovett 26/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 11/10 fráköst/4 varin skot, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6/4 fráköst/4 varin skot, Þóra Kristín Jónsdóttir 6/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2, Shanna Dacanay 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 28/16 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 11, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Agnes María Svansdóttir 5, Anna Lára Vignisdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/5 fráköst/5 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/4 fráköst.