Keflavíkurstúlkur unnu nágrannaslaginn
Keflavík sigraði Njarðvík, 53:68, í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflavíkurstúlkur leiddu allan leikinn en Njarðvíkurstúlkur hleyptu þeim þó aldrei of langt frá sér sem gerði leikinn mjög skemmtilegan. Staðan í hálfleik var 22:34 gestunum í hag. Anna María Sveinsdóttir sagði í samtali við Víkurfréttir að um hörkuleik hefði verið að ræða þó svo Keflavíkurstúlkur hafi alltaf verið með yfirhöndina. Sagði hún sigurinn í raun aldrei hafa verið í hættu en leikinn hins vega mjög skemmtilegan.
Svava Ósk Stefánsdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík, skoraði 18 stig, tók 7 fráköst og spilaði mjög góða vörn á Helgu Jónasdóttir í Njarðík. Hittni hennar var líka með eindæmum góð en hún setti öll fjögur tveggjastiga skot sín niður, hitti 2/5 úr þriggjastiga skotum og 4/6 í vítum. Birna Valgarðsdóttir átti einnig góðan leik, skoraði 16 stig og hélt Sacha Montgomery í skefjum.
Hjá heimastúlkum voru Helga Jónasdóttir og Sacha Montgomery báðar með 13 stig en sú síðarnefnda var með vægast sagt afleita skotnýtingu í leiknum þar sem hún hitti aðeins 5/14 utan af velli og 1/8 úr þriggjastiga skotum ásamt því að taka 3 fráköst og nokkuð ljóst að hún verður að gera betur ætli Njarðvíkurstúlkur sér titla í vetur.
Svava Ósk Stefánsdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík, skoraði 18 stig, tók 7 fráköst og spilaði mjög góða vörn á Helgu Jónasdóttir í Njarðík. Hittni hennar var líka með eindæmum góð en hún setti öll fjögur tveggjastiga skot sín niður, hitti 2/5 úr þriggjastiga skotum og 4/6 í vítum. Birna Valgarðsdóttir átti einnig góðan leik, skoraði 16 stig og hélt Sacha Montgomery í skefjum.
Hjá heimastúlkum voru Helga Jónasdóttir og Sacha Montgomery báðar með 13 stig en sú síðarnefnda var með vægast sagt afleita skotnýtingu í leiknum þar sem hún hitti aðeins 5/14 utan af velli og 1/8 úr þriggjastiga skotum ásamt því að taka 3 fráköst og nokkuð ljóst að hún verður að gera betur ætli Njarðvíkurstúlkur sér titla í vetur.