Keflavíkurstúlkur unnu með flautukörfu
Keflavíkurstúlkur mættu til leiks í Frostaskjól og öttu kappi við KR í Iceland Express deild kvenna í gær. Keflavík vann KR um helgina í bikarkeppninni og því hefndarhugur í KR stúlkum. Leikurinn var eins og vita mátti mjög jafn en úrslitin réðust ekki fyrr en á loka sekúndu.
Keflavík var með 7 stiga forskot þegar 3 mínútur voru eftir en þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir leiddi KR með einu stigi. Keflavíkurstúlkur þurftu því körfu til að sigra og settu sóknina upp þannig að þær myndu setja tvö stig fyrir lok leiksins. Það fór hins vegar þannig að Pálína Gunnlaugsdóttir senda boltann út í horn á Ingibjörgu Jakobsdóttur sem skoraði þriggja stiga flautukörfu. Lokatölur urðu því 61-63 fyrir stúlkunum úr Bítlabænum.
Atkvæðamest í liði Keflavíkur var eins og oft áður, Jacquline Adamshick með 31 stig og 21 frákast. Engin önnur komst í tveggja stiga töluna. Pálína Gunnlaugsdóttir var með 9 stig og 7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir með 8 stig og Bryndís Guðmundsdóttir með 6 stig.
Paige Morris skoraði 17 stig fyrir KR, Margrét Kara Sturludóttir var með 15 stig og Hildur Sigurðardóttir með 13 stig.
Mynd: Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði þriggja stiga flautukörfu og tryggði Keflavík sigur. - [email protected]