Keflavíkurstúlkur unnu grannaslaginn
Deildarmeistarar Keflavíkur unnu tólf stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík ídag. Lokastaðan var 68-80 en um var að ræða leik sem frestað á dögunum. Leikurinn var nokkuð jafn og leiddu Keflvíkingar með þremur stigum í hálfleik. Þær reyndust svo sterkari á lokasprettinum og sigurinn því þeirra.
Tölfræðin:
Njarðvík: Lele Hardy 23/18 fráköst/7 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10, Erna Hákonardóttir 10, Emelía Ósk Grétarsdóttir 8, Salbjörg Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Eygló Alexandersdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 19/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 17/9 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.