Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta úrslitaleiknum
Valskonur lögðu Keflavík í fyrsta úrslitaleik liðanna í Domino’s deild kvenna í körfubolta í Valsheimilinu í kvöld. Lokatölur 75-63.
Valskonur byrjuðu miklu betur og náðu mest 18 stiga forskoti 35-17. Keflavík tók þá við sér og jafnaði 47-47 með miklu áhlaupi í þriðja leikhluta. Þrátt fyrir 2-3 tilraunir tókst þeim ekki að komast yfir og Valskonur voru betri á lokakaflanum og enduðu að lokum með að sigra með 12 stiga mun.
Þrátt fyrir tap var jákvætt hjá Keflavík að fleiri leikmenn skoruðu en hefur verið í vetur. Það dugði þó ekki og munaði um minna að Brittany Dinkins skoraði ekki nema 13 stig og það er líklega minnsta stigaskor hjá henni í allan vetur. Valskonur léku mjög góða vörn á Keflavíkurliðið og þær náðu að halda Brittany niðri en hún hefur skorað yfir 30 stig í lang flestum leikjum í vetur. Þóranna Kika Hodge-Carr lék best hjá Keflavík og skoraði 13 stig
Keflavíkurliðið tapaði 20 boltum og Valskonur náðu 23 sóknarfráköstum. Þar voru þær miklu betri en Keflavíkurstúlkurnar og voru einhvern veginn ákveðnari í öllum aðgerðum.
Eftir þrjá sigurleiki Keflavíkur gegn Stjörnunni máttu þær þola tap en ef þær ná að stilla sinn leik betur en í kvöld þá geta þær hæglega unnið hið sterka Valslið.
Valur-Keflavík 75-63 (14-6, 25-22, 22-23, 14-12)
Keflavík: Þóranna Kika Hodge-Carr 13, Brittanny Dinkins 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 4/7 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst, María Jónsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0.
Valur: Helena Sverrisdóttir 23/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Heather Butler 23/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/6 fráköst, Simona Podesvova 4/17 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3, Ásta Júlía Grímsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.