Keflavíkurstúlkur töpuðu fjórða leiknum í röð
Keflavíkurstúlkur eru enn án stiga eftir fjórða tapið í röð í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Selfossi. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Selfoss sem skoraðu sigurmarkið á 90. mínútu.
Keflavík lenti undir á 3. mínútu en komst svo í forystu fyrir austan fjall með tveimur mörkum frá Sophie Mc Mchon Groff og Sveindísar Jane Jónsdóttur á 29. og 34. mín. Heimakonur jöfnuðu svo á 70. mínútu en landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði svo sigurmark þeirra eins og fyrr segir á lokamínútu leiksins.
Gunnar Magnús Jónsson var mjög svekktur í leikslok því stúlkurnar léku vel og sýndu mikla baráttu en máttu þola ósanngjarnt tap. Hann var í viðtali hjá fotbolti.net eftir leikinn.
Næsti leikur Keflavíkur er gegn Þór-KA í Keflavík á sunnudag.