Keflavíkurstúlkur til Liverpool
Fjórði flokkur í kvennaknattspyrnu frá Keflavík hélt í dag upp í för til Liverpool þar sem liðið mun taka þátt á móti er ber heitið Liverpool-Knowsley International Youth Soccer Tournament.
Stelpurnar munu dvelja í Liverpool um vikutíma en fregnir af stúlkunum er hægt að nálgast á www.keflavik.is eða á heimasíðu keppninnar.
VF-mynd/ www.keflavik.is