Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur tapa gegn stjórnarmönnum
Sunnudagur 29. apríl 2007 kl. 02:05

Keflavíkurstúlkur tapa gegn stjórnarmönnum

Keflavíkurstúlkur í körfuknattleik máttu enn sætta sig við tap er þær biðu lægri hlut gegn stjórn körfuknattleiksdeildarinnar í árlegum leik í gær, laugardag. Lokatölur voru 87-77, stjórninni í vil, en þar léku kappar eins og Birgir Már Bragason, nýráðinn formaður körfuknattleiksdeildarinnar, og Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur og karlalandsliðsins.

Leikurinn var auðvitað á léttu nótunum, en þetta er annað árið í röð sem stjórnin sigrar. Birgir sagði í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn að
sigurinn hafi verið sætur og ekki afleitt að hefja formannsferilinn með þessum glæsibrag. Birna Valgarðsdóttir og hennar liðsfélagar máttu enn bíta í hið víðfræga súra epli, en hún sagði að þarna hafi tímabilið verið í hnotskurn, þær séu silfurlið ársins.

 

VF-myndir/Þorgils: 1: Birgir með boltann en Svava Ósk Stefánsdóttir sækir að honum. 2: Halldóra Andrésdóttir fær skyndinámskeið í lymskubrögðum undir körfunni frá Sigurði Ingimundarsyni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024