Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 17:31
Keflavíkurstúlkur spila heima í kvöld
Keflavíkurstúlkur taka í kvöld á móti Ægi í 1. deild kvenna. Óhætt er að lofa markasúpu og skemmtilegum leik miðað við síðustu leiki liðsins.
Leikurinn hefst kl. 20.00 á Keflavíkurvelli.