Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 12. júní 2011 kl. 10:57

Keflavíkurstúlkur ósigraðar á toppnum

Keflavíkurstúlkur sitja nú á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 4-1 heimasigur á liði Fjarðarbyggðar/Leiknis. Staðan var 1-0 fyrir Keflvíkinga í leikhlé eftir að Dagmar Þráinsdóttir skoraði en þær voru mun meira með boltann án þess þó að skapa sér mikið af færum.

Keflvíkingar bættu í og komust í 3-0 með mörkum frá Agnesi Helgadóttur og Guðnýju Þórðardóttur. Það var svo Guðný sem innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í lok leiksins eftir að Fjarðarbyggð/Leiknir hafði minnkað muninn.

Keflvíkingar hafa nú sigrað alla þrjá leiki sína til þessa í 1. deildinni og eru á toppnum með 9 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024