Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur óánægðar með hlutdræga dómgæslu
Keflavíkurkonur hafa ekki byrjað vel í 1. deild kvenna í sumar og eru án stiga.
Mánudagur 1. júlí 2013 kl. 13:59

Keflavíkurstúlkur óánægðar með hlutdræga dómgæslu

Keflvíkurstúlkur voru ósáttar við dómgæslu í leik liðsins gegn Sindra í 1. deild kvenna á dögunum. Bríet Bragadóttir, dómari leiksins, spilaði allan sinn feril sem knattspyrnukona með liði andstæðinganna. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Keflavík fékk Sindra frá Hornafirði í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík á laugardaginn fyrir rúmri viku síðan og tapaði þá 2-3. Forráðamenn félagsins voru ósáttir með dómgæsluna í leiknum og töldu Bríeti hafa sleppt augljósu rauðu spjaldi á leikmann Sindra og sögðu greinilegan kunningsskap milli leikmanna andstæðinganna og Bríetar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar málin voru skoðuð frekar mátti sjá að Bríet spilaði sjálf á árunum 2007-2010 með liði Sindra, allan sinn meistaraflokksferil, alls 35 leiki en hún er í dag skráð í Boltafélag Norðfjarðar.