Íþróttir

Keflavíkurstúlkur Meistarar Meistaranna
Sunnudagur 9. október 2005 kl. 22:40

Keflavíkurstúlkur Meistarar Meistaranna

Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Meistarakeppni KKÍ í kvöld, 76-47. Íslandsmeistararnir höfðu mikla yfirburði allan leikinn og náðu bikarmeistarar Hauka sér aldrei á strik, sérstaklega í sókninni. Í lið þeirra vantaði Helenu Sverrisdóttur og erlenda leikmanninn þeirra og munar um minna. Kesha Tardy, bandaríski leikmaðurinn í þeirra liði spilaði líka langt undir getu og skilaði aðeins 14 stigum, flestum þegar úrslitin voru löngu ráðin.

Keflvíkingar léku afar sannfærandi varnarleik eins og þeirra er siður og féllu nýju leikmennirnir, þær Ingibjörg Elva og Margrét Kara úr Njarðvík , vel inn í liðið auk þess sem Reshea Bristol átti fínan dag í fyrsta leik sínum eftir að hún sneri aftur til Keflavíkur.

Keflvíkingar eru til alls líklegar í vetur og verður ekki þrautalaust fyrir önnur lið að reyna að slá þeim við.

Tölfræði leiksins

VF-myndir/Þorgils

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024