Keflavíkurstúlkur Meistarar Meistaranna 2004
Kvennalið Keflavíkur vann KR nokkuð auðveldlega í meistarakeppni KKÍ, 80-50, fyrr í kvöld.
Sigur Keflavíkur var öruggur og sannfærandi þar sem munurinn jókst allan leikinn. Staðan í hálfleik var 47-24.
Meistaralið Keflavíkur spilaði afar grimma vörn í kvöld og sóttu hratt þannig að ungt lið KR, sem hefur misst flestar af sterkustu stelpunum sínum átti sér aldrei viðreisnar von. Hjá Keflavík voru það kornungar stúlkur, María Ben Erlingsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir sem báru af, en fróðlegt verður að fyrlgjast með uppgangi þeirra í vetur.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari stúlknanna, var ánægður með sigurinn og stöðuna í liðinu fyrir Íslandsmótið. "Stelpurnar stóðu sig virkilega vel í kvöld og höfðu leikinn í hendi sér. Við spiluðum af krafti og KR stelpurnar áttu aldrei möguleika."
VF-mynd úr bikarúrslitunum 2004