Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 1. október 2018 kl. 06:00

Keflavíkurstúlkur meistarar meistaranna

Keflavík byrjaði nýtt körfuboltatímabil með sigri á Haukum í Meistarakeppni kvenna í körfubolta en þá mætast meistarar í deild og bikar. Keflavík vann 77-83.

Leikurinn var sveiflukenndur en þær keflvísku voru sterkari í lokin og tryggðu sér sigur. Bryndís Guðmundsdóttir átti frábæra endurkomu í liði Keflavíkur en hún skoraði 18 stig og var með 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Brittany Dinkins lék einnig vel og skoraði 26 stig.

Keflavík: Brittanny Dinkins 26/7 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 18/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/12 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Embla Kristínardóttir 3/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024