Keflavíkurstúlkur með sigur fyrir austan
Keflavíkurstúlkur unnu góðan 2-0 sigur á Sindra á Höfn í 1.deild kvenna í gær.staðan eftir fyrri hálfleik var markalaus en Keflvíkingar áttu m.a skot í slá.
Í síðari hálfleik skoruðu þær Marina Nesic og Karley Nelson og tryggðu Keflvíkingum sigurinn. Eftir mörkin var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu.