Keflavíkurstúlkur með erlendan leikmann gegn KR
Keflavík hefur fengið til sín erlendan leikmann í 1. deild kvenna í körfubolta og mun tefla honum fram í fyrsta sinn í toppleik deildarinnar gegn KR á morgun. Visir.is greindi frá.
Leikmaðurinn heitir Brooke Schwartz og er 175 cm bakvörður og kemur frá Nebraska háskólanum. Schwartz skoraði 13 stig, tók 3,8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2,2 boltum á sínu síðasta ári með skólanum 1999-2000. Schwartz var þá annar helmingurinn af gríðarsterku bakvarðardúói liðsins en hinn helmingurinn Nicole Kubik (17,4 stig - 4,5 fráköst - 5,1 stoðs) fór inn í WNBA og leikur þar með Phoenix Mercury og verður undir stjór Cynthiu Cooper næsta sumar. Schwartz hitti úr 41,3% skota sinna, 29,7% þriggja stiga skotanna og 76% vítanna en lið þeirra komst í fyrstu umferð úrslitakeppni NCAA í fyrra.
Leikmaðurinn heitir Brooke Schwartz og er 175 cm bakvörður og kemur frá Nebraska háskólanum. Schwartz skoraði 13 stig, tók 3,8 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2,2 boltum á sínu síðasta ári með skólanum 1999-2000. Schwartz var þá annar helmingurinn af gríðarsterku bakvarðardúói liðsins en hinn helmingurinn Nicole Kubik (17,4 stig - 4,5 fráköst - 5,1 stoðs) fór inn í WNBA og leikur þar með Phoenix Mercury og verður undir stjór Cynthiu Cooper næsta sumar. Schwartz hitti úr 41,3% skota sinna, 29,7% þriggja stiga skotanna og 76% vítanna en lið þeirra komst í fyrstu umferð úrslitakeppni NCAA í fyrra.