Keflavíkurstúlkur leika í Hveragerði í kvöld
Sjötta umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld, og ber þá væntanlega hæst viðureign efsta liðsins, Hamars, og Íslandsmeistara Keflavíkur í Hveragerði. Hamarsliðið hefur byrjað Íslandsmótið af krafti og er taplaust en Keflavík hefur unnið þrjár viðureignir og tapað tveimur. Leikurinn hefst klukkan kl. 19:15.
Í kvöld mætast einnig liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar, Haukar og Grindavíkur, í íþróttahúsinu í Grindavík. Þá eigast einnig við Valur og KR í Vodafone íþróttahúsinu við Hlíðarenda.
Staðan fyrir leikina í kvöld:
1. Hamar 5 5 0 404:289 10
2. Haukar 5 4 1 352:301 8
3. Grindavík 5 3 2 358:335 6
4. Keflavík 5 3 2 384:313 6
5. Valur 5 3 2 284:270 6
6. KR 5 2 3 325:338 4
7. Snæfell 5 0 5 281:379 0
8. Fjölnir 5 0 5 254:417 0