Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur leika gegn Stjörnunni í undanúrslitum
Bríet Sif tekur á móti systur sinni í Keflavík.
Miðvikudagur 27. mars 2019 kl. 13:49

Keflavíkurstúlkur leika gegn Stjörnunni í undanúrslitum

Keflavíkurstúlkur enduðu í 2. sæti Domino’s deildar í körfubolta eftir nauman sigur á KR-95-97 en sætið var ekki hættu og Keflavík leikur við Stjörnuna í undanúrslitum.

Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum gegn KR og skoraði 30 stig og tók 7 fráköst. Það er ljóst að hún verður liðinu gríðarlegur styrkur í úrslitakeppninni sem og Emilía Ósk Gunnarsdóttir sem er að koma betur inn eftir meiðsli. Hún skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og varði 3 skot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti leikur Keflavíkur gegn Stjörnunni er þriðjudaginn 2. apríl í Blue höllinni í Keflavík og hefst kl. 19.15. Sara Rún verður ekki ein í sviðsljósinu heldur líka systir hennar, Bríet Sif en hún hefur verið einn besti leikmkaður Stjörnunnar í vetur.