Keflavíkurstúlkur komnar með annan fótinn í úrslitin
3. flokkur Keflavíkurstúlkna í knattspyrnu sigraði FH 4-2 í leik liðanna í gær. Stúlkurnar hafa verið að standa sig mjög vel í sumar og greinilegt að framtíðin er björt í kvennaboltanum í Keflavík. Keflavík komst í 3-0 og í rauninni var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi enda voru Keflavíkurstúlkur miklu betri. Mörk Keflavíkurliðsins skoruðu Ragnheiður Theodórsdóttir, Helena Ýr Tryggvadóttir, Anna Björk Fjeldsted og Bryndís Valdimarsdóttir. Keflavík er í 1.-2. sæti í sínum riðli með 15 stig, hafa aðeins tapað einum leik og eru stelpurnar því komnar með annan fótinn í úrslitin.