Keflavíkurstúlkur komnar í 8-liða úrslit Geysis-bikarsins
Keflavíkurstúlkur eru komnar í 8-liða úrslit í Geysis-bikarnuj í körfubolta eftir sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík. Lokatölur urðu 59:88 en staðan í hálfleik var 31:50.
Njarðvíkingar byrjuðu með miklum látum í fyrsta leikhluta og komust í 15:7 en Keflavík náði að jafna leikinn og komast þegar flautað var til loka hans 22:23. Keflavík tók svo leikinn í sínar hendur og juku forskotið áður en yfir lauk.
Njarðvíkurliðið er ungt og efnilegt og leikur í 1. deild en Keflavík er meðal efstu liða í efstu deild. Það var því vitað að á brattann yrði að sækja en Njarðvík sýndi það í þessum leik að það getur átt möguleika að ná árangri meðal bestu liða landsins innan fárra ára haldi það þessum mannskap. Keflavíkurliðið hefur verið í ágætum málum að undanförnu og er líklegt til að komast langt í keppninni.
Njarðvík-Keflavík 59-88 (23-23, 8-27, 8-18, 20-20)
Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir 13/5 fráköst, Jóhanna Lára Pálsdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Helena Rafnsdóttir 5, Þuríður Birna Björnsdóttir 5, Vilborg Jónsdóttir 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Eva María Lúðvíksdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 2, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 1, Andrea Rán Davíðsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 17/11 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 16/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/5 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Irena Sól Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Elsa Albertsdóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2, Edda Karlsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.
VF-myndir: Hilmar Bragi