Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur klára með stæl
Fimmtudagur 10. mars 2005 kl. 10:47

Keflavíkurstúlkur klára með stæl

Keflavík vann KR nokkuð örugglega 57-106 í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær. Leikurinn fór fram í DHL Höllinni og var Keflavík með mikla yfirburði í leiknum. Hvorugt liðið hafði eitthvað að keppa að í leiknum þar sem Keflavíkurstúlkur voru þegar orðnar Íslandsmeistarar og KR stúlkur þegar fallnar.

Eftir fyrsta leikhluta var staðan 17-38 fyrir Keflavík og í hálfleik var staðan 28-63 fyrir Keflavík. Leikurinn var leikur kattarinnar að músinni og endaði eins og fyrr segir 57-106 fyrir Keflavík.

Stigahæst hjá Keflavík var hin unga og efnilega Bryndís Guðmundsdóttir með 19 stig og 7 fráköst. Anna María var iðin við kolann og setti 18 stig og tók 10 fráköst. Svava Stefánsdóttir og Birna Valgarðsdóttir voru með 13 stig hvorar og Halldóra Andrésdóttir var með 11 stig.

Keflavíkustúlkur munu mæta ÍS í fjögurra liða úrslitum eftir viku.

 

Tölfræði úr leiknum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024