Keflavíkurstúlkur í úrslit
Keflavíkurstúlkur unnu nauman sigur á Val í undanúrslitum Lengjubikarkeppni kvenna í körfubolta í TM-höllinni í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 80-76 en heimaliðið var sterkara í lokafjórðungi leiksins og tryggði sér sigur og sæti í úrslitum gegn Haukum sem sigruðu Grindavík örugglega 96-49.
Stigahæst hjá Keflavík í sigurleiknum gegn Val var Melissa Zorning með 17 stig og 4 fráköst og Sandra Lind Þrastardóttir með 14 og 11 fráköst. Grindavíkurstúlkur lentu í miklum vandræðum gegn Haukum
Úrslitaleikur Keflavíkur og Hauka verður í Iðu á Selfossi á morgun laugardag 3. okt. kl. 14