Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur í undanúrslit í bikarnum og Njarðvík áfram eftir sigur á Þór
Sunnudagur 17. janúar 2010 kl. 22:29

Keflavíkurstúlkur í undanúrslit í bikarnum og Njarðvík áfram eftir sigur á Þór

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík og Hamar mættust í Toyota höllinni í kvöld í átta liða úrslitum Subway bikarsins. Lokatölur leiksins voru 86-72 heimamönnum í vil, en Hamarsliðið virtist aldrei eiga von í fremur óspennandi leik.

Keflavíkurstúlkur opnuðu leikinn með miklum krafti og náðu Hamarsstelpur ekki að skora stig fyrr en fimm mínútur voru búnar af leiknum. Keflavíkurstúlkur skoruðu fimmtán fyrstu stigin og staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-9 og í hálfleik 37-24.


Hamarsdömur girtu sig aðeins í brók og náðu að halda í við heimastúlkurnar í leikhluta 3 og 4 og þessi þrettán stiga munur hélst út leikinn og var reyndar 14 í lokin, 86-72.

Bryndís Guðmundsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Kristi Smith voru bestar hjá Keflavík og stigahæstar, Smith með 29, Bryndís með 23 og Birna 17. Hjá Hamri skoraði Julia Demirer 21 stig.

Njarðvíkurstúlkur unnu auðveldan sigur, 83-48, á Þór Akureyri og Grindavík vann Tindastól á Sauðárkróki í karladeildinni 86-96.

Á efri myndinni er Birna Valgarðsdóttir á fleygiferð en á þeirri neðri er Pálína Gunnlaugsdóttir í „aksjón“. VF-myndir/Hildur Björk Pálsdóttir. Sjáið myndasafn úr leiknum með því að smella hér.