Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur í Minnibolta kvenna 10 ára íslandsmeistarar 2009
Mánudagur 6. apríl 2009 kl. 09:40

Keflavíkurstúlkur í Minnibolta kvenna 10 ára íslandsmeistarar 2009


Keflavíkurstúlkur í minnibolta kvenna 10 ára voru höfðu ekki tapað leik í vetur þegar síðasta og jafnframt úrslita-fjölliðamót vetrarins  fór fram í Íþróttaakademíunni um helgina. Liðið sigraði alla andstæðinga sína á þessu móti eins og á fyrri mótum vetrarins.

Fyrirfram var búist við að leikur Keflavíkur og Fjölnis, sem var fyrsti leikur helgarinnar, yrði úrslitaleikur mótsins þar sem leikir þessara liða hafa verið miklir baráttu leikir í vetur. Síðast þegar liðin léku hafði Keflavík 3ja stiga sigur eftir erfiðan leik.
Fyrstu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum, en eftir það sigu Keflavíkurstúlkur framúr og höfðu 5 stiga forystu eftir 1. leikhluta 11 - 6, og staðan í hálfleik 17 - 12.
Lið Keflavíkur komu svo grimmar til leiks í síðari hálfleik og vann hann 21 - 6 með mikilli baráttu og leikgleði. Keflavíkurstúlkur spiluðu mjög vel og eru vel að sigrinum komnar.

Stigahæstar hjá Íslandsmeisturunum voru Kristrós Björk með 19 stig, Thelma Dís, Svanhvít Ósk og Indíana Dís  með 6 stig hver.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024