Keflavíkurstúlkur í harðri toppbaráttu
Keflavíkurstúlkur unnu Snæfell í 17. umferð Domino’s deildar kvenna í körfubolta í Blue höllinni í gær og eru eftir sigurinn í 2. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Valur og Haukar.
Lokatölur urðu 91-67 en staðan í hálfleik var 45-28.
Daniela W. Morillo átti enn einn stórleikinn og skoraði 36 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
Keflvíkingar leika næst við Breiðablik 28. apríl en spennan á toppi deildarinnar er mikil.
Keflavík-Snæfell 91-67 (18-19, 27-9, 21-15, 25-24).
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 36/15 fráköst/8 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 11, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Ólöf Rún Óladóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/6 stolnir, Katla Rún Garðarsdóttir 6/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Edda Karlsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2.