Keflavíkurstúlkur í góðum málum
Keflavík er í efsta sæti Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu en liðið vann Sindra á útivelli sl. laugardag 0-4. Fyrirliðinn Natasha Moraa Anasi skoraði þrennu fyrir Keflavík og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eitt mark.
Í sömu umferð tapaði Fylkir fyrir ÍA 0-2. Keflavíkurstúlkur eru því í efsta sæti með 37 stig, einu meira en Fylkir en einum leik meira. Í 3. sæti er ÍA, sex stigum á eftir Keflavík.
Þegar þremur umferðum er ólokið er fátt sem kemur í veg fyrir að bítlabæjarliðið lendi í 1. eða 2. sæti og því ljóst að það mun leika í Pepsi-deild kvenna á næsta ári.