Keflavíkurstúlkur í fjórða sæti eftir tap á Selfossi
Keflavík tapaði 2:0 fyrir Selfoss á JÁVERKS-vellinum á Selfossi í 1. deild kvenna í kvöld. Fyrsta mark Selfoss kom strax á 2. mínútu og seinna markið á 18. mínútu. Fleiri voru mörkin ekki og því tveggja marka tap Keflavíkur staðreynd. Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar og á næst leik heima við Þrótt Reykjavík þriðjudaginn 27. júní.