Keflavíkurstúlkur í 2. sæti
4. flokkur Keflavíkurstúlkna spilaði í gær lokaleiki sína í riðlakeppninni á Faxaflóamótinu gegn Breiðablik. A-liðið sigraði 2-0 með mörkum frá Helenu Rós Þórólfsdóttur en leikurinn var í Reykjaneshöll. B-liðið náði jafntefli 2-2 og voru það Katrín Steinþórsdóttir og Heiða Guðnadóttir sem skoruðu mörkin.
A-liðið lenti 2. sæti í sínum riðli með fjóra sigra og eitt tap og B-liðið verður í 2. eða 3. sæti í sínum riðli með þrjá sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.
A-liðið lenti 2. sæti í sínum riðli með fjóra sigra og eitt tap og B-liðið verður í 2. eða 3. sæti í sínum riðli með þrjá sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.