Keflavíkurstúlkur gott sem öruggar með titilinn
Keflavíkurstúlkur hafa yfir gegn KR, 40:15, í hálfleik í úrslitum Kjörísbikarkeppni kvenna en leikurinn er í Smáranum. Keflavík hefur verið að spila stífa pressuvörn og ráða KR-ingar ekkert við þær. Sonia Ortega, Erla Þorsteinsdóttir og Marín Karlsdóttir hafa verið að leika vel. Síðari hálfleikurinn fer að hefjast og munu Keflavíkurstúlkur eflaust taka titilinn með sér heim enda miklu mun betri en KR í þessum leik, það sem af er allavega.