Keflavíkurstúlkur Geysisbikarmeistarar í 9.flokki
Keflavík varð Geysisbikarmeistari í 9. flokki stúlkna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Lokatölur urðu 70:45 og eins og sjá má á tölunum voru yfirburðir Keflavíkur miklir.
Jana Falsdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík og skoraði 20 stig og tók 9 fráköst ásamt því að stela 11 boltum. Hún var valin maður leiksins. Frábær frammistaða hjá henni og öruggur sigur Keflavíkur.