Keflavíkurstúlkur fyrstar til að leggja Hamar
Keflavíkurstúlkur gerðu góða ferð til Hveragerðis í gær þar sem þær unnu Hamar sannfærandi, 90:76, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Þetta var fyrsta tap Hamars í deildinni í ár. Birna Valgarðsdóttir skoraði 22 stig fyrir Keflavík, Ingibjörg Vilbergsdóttir 21 og Pálína Gunnlaugsdóttir 13.
Grindavíkurstúlkur töpuðu á heimavelli fyrir Haukum, 58:66. Petrúnella Skúladóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 12 stig. Þá vann KR lið Vals 59:57.
Staðan:
1. Hamar 6 5 0 1 480:379 10
2. Haukar 6 5 0 1 418:359 10
3. Keflavík 6 4 0 2 474:390 8
4. KR 6 3 0 3 386:394 6
5. Grindavík 6 3 0 3 417:401 6
6. Valur 6 3 0 3 341:329 6
7. Snæfell 5 0 0 5 280:381 0
8. Fjölnir 5 0 0 5 254:417 0
Mynd/VF: Birna Valgarðsdóttir skoraði 21 stig gegn Hamri í Hveragerði.