Keflavíkurstúlkur fallnar úr leik í Bikarnum
Keflavík tapaði í kvöld, 1-4, fyrir liði ÍA í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.
Keflavíkurstúlkur sýndu góða baráttu í leiknum og náðu að minnka muninn niður í 1-2 þegar skammt var til leiksloka, en ÍA skoraði tvö mörk á lokakaflanum þegar Keflvíkingar færðu sig framar á völlinn.
Fyrsti leikur stúlknanna í 1. deildinni verður á föstudag er Haukar koma í heimsókn.
VF-myndir/Þorgils Jónsson