Keflavíkurstúlkur fá nýjan Kana
Kvennalið Keflavíkur hefur fengið nýjan erlendan leikmann til liðs við sig í von um að rétta úr kútnum eftir verstu taphrinu í sögu félagsins. Nýi liðsmaðurinn heitir Alex Stewart, en hún er 24 ára leikstjórnandi sem kemur frá hinum virta skóla Georgia Tech.
Þar var hún fastamaður og hefur enginn leikið eins marga leiki fyrir liðið. Hún var hæst í liðinu í stoðsendingum á sínu síðasta ári en þykir einnig snögg með afbrigðum og er góður varnarmaður. „Ég vona að þetta sé sá leikmaður sem mun hjálpa okkur aftur á réttu brautina,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins í samtali við Víkurfréttir. Hún mun leika sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld þegar Keflvíkingar fá nágranna sína úr Njarðvík í heimsókn.
Þar var hún fastamaður og hefur enginn leikið eins marga leiki fyrir liðið. Hún var hæst í liðinu í stoðsendingum á sínu síðasta ári en þykir einnig snögg með afbrigðum og er góður varnarmaður. „Ég vona að þetta sé sá leikmaður sem mun hjálpa okkur aftur á réttu brautina,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari liðsins í samtali við Víkurfréttir. Hún mun leika sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld þegar Keflvíkingar fá nágranna sína úr Njarðvík í heimsókn.