Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk
Fimmtudagur 22. apríl 2010 kl. 22:55

Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hrund Jóhannsdóttir er búinn að gera tveggja ára samning við kvennalið Keflavikur. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur segir Hrund styrkja Keflavíkurliðið en hún er hávaxin og snjall leikmaður.

Jón Halldór sagði fyrr í vetur að hann yrði áfram með Keflavík ef hann fengi tækifæri til að styrkja hópinn og svo virðist sem þetta sé fyrsta skrefið í því. Hrund lék með Val í vetur og var ein af bestu leikmönnum Hlíðarendaliðsins. Hún er hávaxin, 185 sm. á hæð en Keflavík hefur vantað hæð í sitt lið.

Á myndinni er Hrund við undirskrift samnings með Margeiri Elentínussyni, formanni körfuknattleiksdeildar.