Keflavíkurstúlkur Eurobasket meistarar á Spáni
9. og 10. flokkur kvenna úr Keflavík sigruðu á dögunum alþjóðlegt körfuknattleiksmót á vegum AS Eurobasket á Spáni. Voru þær í vikulangri keppnisferð á Lloret de Mar og kepptu fimm leiki gegn liðum frá Svíðjóð og Spáni, en einnig voru þar lið frá Ítalíu, Bosníu, Lettlandi, Serbíu og Ungverjalandi. Mikilvægasti leikmaður mótsins í kvennaflokki var Telma Dís Ólafsdóttir úr Keflavík.
Ferðasaga og myndasyrpa úr ferðinni er væntanlegt á vf.is.
Úrslit leikja eru sem hér segir (tekið af heimasíðu Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur):
Keflavík – Norrköping 58 – 62
Ástrós Skúladóttir 17 stig, Harpa Guðjónsdóttir 10 stig, Telma Dís Ólafsdóttir 9 stig, Kristín Rut Jóhannsdóttir 6 stig, Hildur Björk Pálsdóttir 5 stig, Stefanía Bergmann Magnúsdóttir 5 stig, María Skagfjörð Illugadóttir 4 stig, Íris Guðmundsdóttir 2 stig.
Keflavík – La Bisbal 56 – 46
Telma Dís Ólafsdóttir 20 stig, Harpa Guðjónsdóttir 12 stig, Hildur Björk Pálsdóttir 9 stig, Ástrós Skúladóttir 5 stig, Íris Guðmundsdóttir 5 stig, Stefanía Bergmann Magnúsdóttir 3 stig, Kristín Rut Jóhannsdóttir 2 stig.
Keflavík – Geieg 60 – 67
Telma Dís Ólafsdóttir 20 stig, Harpa Guðjónsdóttir 13 stig, Hildur Björk Pálsdóttir 12 stig, Ástrós Skúladóttir 6 stig, Kristín Rut Jóhannsdóttir 3 stig, María Skagfjörð Illugadóttir 3 stig, Íris Guðmundsdóttir2 stig.
Keflavík – Cassanenc 63 – 38
Telma Dís Ólafsdóttir 21 stig, Hildur Björk Pálsdóttir 11 stig, Kristín Rut Jóhannsdóttir 9 stig, Harpa Guðjónsdóttir 8 stig, María Skagfjörð Illugadóttir 5 stig, Ástrós Skúladóttir 2 stig, Stefanía Bergmann Magnúsdóttir, 2 stig, Íris Guðmundsdóttir 2 stig, Guðlaug Anna Jónsdóttir 2 stig.
Úrslitaleikurinn:
Keflavík – Norrköping 55 – 45
María Skagfjörð Illugadóttir 19 stig (fjórar 3 stiga), Telma Dís Ólafsdóttir 10 stig, Hildur Björk Pálsdóttir 9 stig, Íris Guðmundsdóttir 8 stig, Harpa Guðjónsdóttir 5 stig, Kristín Rut Jóhannsdóttir 4 stig.