Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 22. nóvember 2007 kl. 23:25

Keflavíkurstúlkur enn á toppnum

Keflavík er enn á toppi Iceland Expressdeildar kvenna í körfuknattleik eftir sigr á Val í gær, 71-66. Á sama tíma vann Grindavík öruggan sigur á Fjölni, 84-75.


Keflavíkurstúlkur léku án Keshu Watson þriðja leikinn í röð, en hún er að ná sér af meiðslum, það kom þó ekki að sök þó Valsarar hæfu leikinn betur og leiddu í hálfleik. Keflavíkurstúlkur komust yfir í upphafi seinni hálfleiks og eftir æsispennandi lokamínútur kom Pálína Gunnlaugsdóttir þeim yfir  með þriggja stiga körfu og tryggði sigurinn.


Grindvíkingar áttu í litlum vandræðum með nýliða Fjölnis og náðu smátt og smátt öruggu forskoti og máttu við því að slaka á klónni undir lokin.

Staðan í deildinni og tölfræði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024