Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur enduðu í 3. sæti - mæta Haukum
Það mun mikið mæða á Danielu gegn Haukum eins og alltaf. VF-mynd/pállorri.
Sunnudagur 9. maí 2021 kl. 10:56

Keflavíkurstúlkur enduðu í 3. sæti - mæta Haukum

Keflavík tapaði fyrir Val í síðustu umferð Domino’s deildar kvenna í körfu sem fór fram í gær og endaði í 3. sæti deildarinnar. Keflavík mætir Haukum í úrslitakeppninni en þar sem bítlabæjarkonur voru í 3. sæti eru Haukar með heimamvallaréttinn.

Keflavíkurstúlkur hafa ekki leikið eins vel eftir að keppni hófst að nýju eftir stutt stopp fyrir nokkrum vikum. Þær voru lengi vetrar með forystu í deildinni en Haukastúlkur komu sterkar inn eftir að þær fengu Keflavíkur-liðsstyrk með Söru Rún Hinriksdóttur en auk hennar eru tvíburasystir hennar, Bríet Sif og Írena Sól Jónsdóttir. Miðað við úrslitin í leikjum liðanna eftir áramót er á brattann að sækja fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í leik Keflvíkinga gegn Val skoraði Daniela Wallen 23 stig og tók 18 fráköst en næst kom Katla Rún Garðarsdóttir með 16 stig og 4 fráköst. Lokatölur urðu 68-81 og voru Valskonur yfir allan tímann.

Úrslitakeppnin hefst eftir helgina.