Keflavíkurstúlkur efstar eftir sigur á Sköllum
Keflavík vann Skallagrím í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi en heimastúlkur þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Framlengingu þurfti til að ná fram úrslitum en lokatölur í venjulegum leiktíma voru 50-50. Keflavíkurstúlkur voru sterkari í framlengingunni og unnu hana 11-4 og lokatölur því 61-54.
Brittany Dinkins var að venju stigahæst hjá Keflavík með 22/17 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 15 og 9 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 10/6 fráköst og Elsa Albertsdtóttir var með 6/6 fráköst.
Keflavík er efst í deildinni með 26 stig, KR í 2. sæti með 24 og síðan koma Valur og Snæfell með 22 stig. Valsstúlkur hafa verið á mikilli siglingu eftir að þær fengu Helenu Sverrisdóttir og unnið alla leiki sína síðan hún kom.